144. löggjafarþing — 8. fundur,  18. sept. 2014.

aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði.

13. mál
[16:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þá kannski út frá skilningi þingmannsins á stefnu og sáttmála núverandi stjórnvalda — hvað þykir honum líklegast að þau muni setja á oddinn og séu tilbúin til að gera, svo að almenningur geti svolítið forgangsraðað? Hvar eigum við virkilega að þrýsta á? Ég geri ráð fyrir að þessi þingsályktunartillaga verði samþykkt þar sem þetta er forgangsmál Samfylkingarinnar. Þetta eru allt spennandi mál. Hvernig ætti almenningur og þeir sem eru áhugasamir um alla þessa hluti að auka aðgerðir og efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaðinum? Hvernig finnst hv. þingmanni líklegast að kröftum fólks sé best varið miðað við hvað þessi ríkisstjórn muni í raun gera?