144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[12:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra svaraði ekki þeirri spurningu hvort hún væri hlynnt því að menn veldu sér staðsetningu fyrir atvinnurekstur eða annað, burt séð frá kostnaði sem sú staðsetning veldur. Segjum að einhver vilji reisa verksmiðju uppi á Sprengisandi af því að honum líður vel uppi á Sprengisandi. Getur hann gert kröfu til þess að þangað sé lagður ljósleiðari og allt sem þarf fyrir atvinnurekstur í ljósi þess að hann vilji hafa sama jöfnuð og sá sem býr í Reykjavík eða sá sem vill reisa verksmiðju í Reykjavík?

Það er náttúrlega ljóst að svona stefna leiðir til rangra ákvarðana og kostar þjóðfélagið. Nú er það spurningin hvort vegur þyngra jöfnuður til þess að geta hafið atvinnurekstur eða farið að búa hvar sem er á landinu, eða hitt að hlutirnir séu þjóðhagslega hagkvæmir.