144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[12:41]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég fór yfir áðan í ræðu minni er ekki gert ráð fyrir hækkuninni á virðisaukaskattinum í þessum tölum. Ég hvet hv. atvinnuveganefnd til þess að fara vel yfir það. Við höfum látið taka þetta saman og þær tölur sem hv. þingmaður nefndi og fór hér yfir eru réttar. Það þýðir hækkun (Gripið fram í.) þannig að við þurfum að skoða þetta allt saman í samhengi, bæði í vinnu nefndarinnar við frumvarpið og í vinnu hv. efnahags- og viðskiptanefndar við virðisaukaskattsfrumvarpið. Ef í ljós kemur að gera þurfi breytingar þar á þá munum við taka afstöðu til þeirra þegar þær liggja fyrir.