144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Suðurhluti eða norðurhluti Reykjavíkur, ég er sammála, það veit enginn raunverulega hvar við erum staðsettir; þetta er ein Reykjavík, þetta er út og suður.

Ég trúi því að hv. þingmaður sé prinsippmaður og kjósi í þessu máli samkvæmt sannfæringu sinni. Í málflutningnum talar hann um lýðheilsu og honum er umhugað um það. Mig langar að nota tækifærið og kasta til hans óþægilegum bolta og sjá á sama tíma hvar hann stendur þegar kemur að lýðheilsu og neyslustýringu.

Það varðar afnám vörugjalda á sykur. Það er vísindalega sannað að sykur er mjög slæm vara. Við vorum með umræðu í gær í þinginu um þjóðarvá, sem er neysla á sykri, offita o.s.frv. Nú er þetta sett í mjólkurvörur í gríð og erg í ofboðslegu magni og allir hafa séð sykurmolamagnið í gosdrykkjum o.s.frv. Hvar stendur þingmaðurinn í þessu? Mun hann kjósa með afnámi vörugjalda á sykur annars vegar og —(Forseti hringir.) — ég verð að taka seinni hluta spurningarinnar síðar.