144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:46]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu, hún er svolítið snúin, erfið. Þetta er svolítið flókið.

Ég byggi mína skoðun á eigin reynslu og því sem ég hef lesið. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur áfengisneysla aukist til mikilla muna og leitt til meiri hörmunga fyrir viðkomandi svæði. Þetta er erfið spurning, það er erfitt að segja nei við því að meiri peningar renni í lýðheilsumálin, það er mjög erfitt að segja nei við því. En ég mundi samt gera það vegna þess að ég álít að þetta mál sé þess eðlis að það auki neyslu og við eigum ekki að breyta kerfinu heldur frekar að herða það. (Gripið fram í.) Við eigum síðan að setja meiri peninga í forvarnir úr ríkissjóði, taka meira af áfengisgjaldinu sem er nú þegar. Það er alltaf verið að biðja um það, (Forseti hringir.) meira áfengisgjald í lýðheilsusjóð, og við eigum bara að gera það.