144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

240. mál
[15:58]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Helgi Hjörvar á erfitt með að halda sig við staðreyndir í þingræðum sínum. Í fyrsta lagi stendur ekki til að senda peninga heim á heimilin. Og bara til upprifjunar þá voru það 775 heimili sem fengu helminginn af 110%-leiðinni, helminginn af fjárhæðinni. Ætli þau hafi þá fengið 20 milljarða, þessi 700 heimili í 110%-leiðinni?

Vissulega var það rétt að 110%-leiðin dugði ekki heimilum í sjálfu sér, mörg heimili voru áfram yfirskuldsett, það má alveg segja að það sé rétt ábending. Samt sem áður er það ekki það sem við erum komin til að ræða hér í dag, hvort rétt sé að fara í þessa skuldaleiðréttingu eða ekki. Við erum komin hingað til að ræða hvort við getum lagfært frumvarpið sem ég vil segja að hafi tekist mjög vel og verið mjög vandað og ekki mikið um að í þinginu hafi þurft að leiðrétta eða lagfæra það sem lagt var upp með í svo stóru og flóknu frumvarpi.