144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[16:29]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að taka undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni hvað varðar viðveru hæstv. ráðherra í þessu efni. Það segi ég þrátt fyrir að vera ósammála hv. þingmanni um efni frumvarpsins sjálfs. Mér finnst þetta vera mikilvægt umræðuefni og mér finnst mikilvægt að við höldum öllum sjónarmiðum til haga og að umræðan eigi sér stað frá öllum sjónarhornum. Mér finnst mjög eðlilegt að hæstv. ráðherra sé hérna til að ræða þetta við okkur.

Ég ítreka að þetta segi ég þótt ég sé ósammála hv. þingmanni um efni frumvarpsins sjálfs.