144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:34]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Nú er ég ung manneskja og ég tel að það hafi ekki verið veggspjöld sem hafi komið í veg fyrir það að ég misnoti áfengi eða noti sterkara dóp. En ég held líka að samfélagið hafi breyst. Við höfum internetið (Gripið fram í.) þar sem unglingar geta í rauninni séð svart á hvítu með myndum, myndböndum og öðru hvaða áhrif það hefur. Ég held að sjálfsfræðsla mín hafi frekar komið í veg fyrir það að ég eigi við vandamál að stríða en sú fræðsla sem ég fékk í grunnskóla.