144. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2014.

starfsstöðvar lögreglustjóra í Norðausturkjördæmi.

234. mál
[16:34]
Horfa

forsætis- og dómsmálaráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er ekki svigrúm til þess hér að rekja þær athugasemdir sem hafa borist en ég get fullvissað hv. þingmann um að tekið er tillit til þeirra í þessari vinnu og jafnframt að samskipti innan innanríkisráðuneytisins eru með besta móti við vinnslu þessa máls.

Hvað varðar hins vegar menntun lögreglunnar er ánægjulegt að geta sagt hv. þingmanni frá því að ég er búinn að fá kynningu á drögum um framtíðarskipan þeirra mála og lögregluskólans og á von á að hægt verði að kynna þau áður en langt um líður.