144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

útboð á verkefnum ríkisstarfsmanna.

[10:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég lýsi ánægju minni með orð fjármálaráðherra um hina sjálfsögðu aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, en ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja að sjálfsögð réttindi starfsfólks hjá undirverktaka á Landspítalanum séu virt af hálfu verktakans.

Við þurfum auðvitað að læra af þessu og ég spyr hæstv. ráðherra þess vegna hvort það sé tryggt í útboðsskilmálunum um ræstingar í Stjórnarráðinu og öðrum sambærilegum útboðum í framtíðinni að fólkinu sem starfar við þetta núna bjóðist sömu starfskjör og það hefur haft og sömu réttindi. Er trygg aðkoma stéttarfélaga að því að gæta réttinda þeirra sem vinna að þessum verkum þó að þau flytjist til undirverktaka? Er hæstv. fjármálaráðherra tilbúinn (Forseti hringir.) að taka af tvímæli um að þessi réttindi fólksins verði tryggð í útboðsskilmálum?