144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[11:43]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið.

Mig langar að nefna, í ljósi þess sem kom hér fram um að það væri eitthvað skrýtið að 2. minni hluti legði ekki fram breytingartillögur, að ég lít þannig á að fjáraukinn eigi að vera eins lítill og mögulegt er. Svo hélt ég kannski líka í sakleysi mínu, áður en ég byrjaði á þingi, að menn væru einhvern veginn að leggja fram breytingartillögur saman því þær breytingartillögur sem meiri hlutinn leggur fram erum við alveg sátt við. En ég hef litið þannig á að þessar breytingartillögur frá minni hluta séu oft allt að því sýndarmennska. Það kemur þá bara í ljós við atkvæðagreiðsluna hver afstaða okkar er í þessu máli, það er atkvæðagreiðslan sem skiptir máli.