144. löggjafarþing — 39. fundur,  2. des. 2014.

náttúrupassi og almannaréttur.

[13:48]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Hvort sem það er Íslendingurinn eða erlendi ferðamaðurinn, ef hann er ekki með passann þar sem gerð er krafa um slíkt þá er hægt að leggja á sektir. Það er það ákvæði sem verður í lögunum. Framkvæmd þessa er í höndum Ferðamálastofu og það verða svokallaðir náttúruverðir, ég held að … [Kliður í þingsal.] Það er ótrúlegt að geta ekki tekið þessa umræðu með málefnalegum hætti. Ferðamálastofa mun hafa eftirlit með þessu. Úthlutunin fer fram í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Öll svæði í eigu og umsjón íslenska ríkisins og sveitarfélaga verða þarna undir, en eins og ég hef ítrekað sagt verður ekki gerð krafa um að menn hafi passann á sér nema á fyrir fram tilgreindum stöðum.