144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:08]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þó þessi svör en það er þriðja efnisatriðið sem ég vil spyrja hann um sem varðar húshitunarkostnað og einlægan áhuga hans á húshitunarkostnaði og jöfnun hans sem við erum samherjar í að berjast fyrir. Ég skoðaði tillögur minni hluta þingsins um breytingar sem hann vill gera á fjárlagafrumvarpinu en ég fann ekkert um húshitunarkostnaðinn og þar var engin upphæð. Hvernig getur þingmaðurinn þá forsvarað þær áherslur sem hann rekur hér í ræðustóli sem ég veit að hann stendur fyrir? Þar er engin áhersla á lækkun húshitunarkostnaðar. Þó eru þar 9 milljarða útgjöld undir.