144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

ósk um fund með stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins.

[13:37]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Sem meðlimur í efnahags- og viðskiptanefnd vil ég taka undir þetta. Það er svolítið ankannalegt hvað það hefur gengið brösuglega að fá stjórnarformann FME á fund nefndarinnar. Það hefur um nokkurt skeið verið ærið tilefni fyrir slíkum fundi, að fá upplýsingar um vissa atburði og það er mikilvægt fyrir nefndina til að sinna sínu eftirlitshlutverki að fá stjórnarformanninn á fundinn.

Okkur var sagt að hún ætlaði að segja af sér út af þeim atburðum sem áður áttu sér stað með kaupum og sölum á eignum, en núna virðist hún ekki hafa sagt af sér og samt kemur hún ekki fyrir nefndina. Þetta er mjög einkennilegt þannig að ég vil beina því til forseta Alþingis að beita sér í þessu.