144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:20]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla fyrst að svara síðustu athugasemd hv. þingmanns um að heimilistæki séu keypt sjaldan. Það er nefnilega einmitt gott að þeir efnameiri geti þá keypt heimilistæki núna og skipt um til að þeir efnaminni geti keypt góð heimilistæki á eftirmarkaði á lágu verði, öllum til hagsbóta.

Ég hef óendanlegar þarfir til lífsins gæða og ætla að notfæra mér þau í þeirri útópíu sem þingmaðurinn vill koma á. Ég get hins vegar lítið lagt fram þannig að það er ómögulegt að ræða hér hluti út frá þörfum. Þær eru óendanlegar.

Ég vil spyrja hv. þingmann um auðlegðarskattinn svokallaða þó að hann sé vart til umræðu hér. Er 5,75–6,75% auðlegðarskattur eignarnám eða skattlagning? Hvar eru mörkin?