144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:19]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér á að fella brott ákvæði úr lögum varðandi skilyrði fyrir því að fá viðurkenningu á starfsleyfi fyrir einkaskóla. Fellt er niður í h-lið að skoða eigi starfsaðstöðu og aðbúnað kennara, nemenda og þjónustu við þá. Ég sé engin rök fyrir því að taka þessa kröfu út hvað varðar starfsleyfi einkaskóla og leggst gegn þessari grein.