144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Enn og aftur óska ég hv. þingmönnum og þjóðinni allri til hamingju með afnám vörugjalda og ætla ekki að segja meira um það.

Hér hefur mikið verið rætt um matarskatt og við mig hefur talað fólk sem hefur verulegar áhyggjur. Nú er það þannig að ef menn kaupa eina körfu í verslun fyrir 5 þús. kr. mun hún hækka að hámarki um 200 kr. og að jafnaði um 100 kr. ef einhverjar matvörurnar eru með vörugjald. Þetta eru öll ósköpin. Það sem við ávinnum okkur er að bilið milli skattþrepanna lækkar úr 18,5% niður í 13% þannig að hvatinn og hagnaðurinn af því að svíkja undan skatti minnkar. (Gripið fram í.) Auk þess er í þessu frumvarpi fjöldinn allur af einföldunum til að koma í veg fyrir skattsvik og gera kerfið virkara en við þurfum að vinna enn frekar að því á næstunni.