144. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[16:04]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er með breytingartillögu við frumvarpið sem ég mun draga inn í 3. umr. til að gefa stjórnarflokkunum tækifæri til að skoða þetta. Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaka ástæðu til að skoða þá breytingartillögu.

Með þeirri breytingartillögu er lagt til að opinber birting og framlagning álagningar og skattskráa landsmanna verði lögð af í þeirri mynd sem hún er nú. Tillaga er lögð fram samhliða framlagningu í þingsályktunartillögu um útgáfu ópersónugreinanlegra upplýsinga um skattgreiðslu landsmanna. Síðast þegar sjálfstæðismenn lögðu málið fram sagði Persónuvernd frumvarpið samrýmast almennum sjónarmiðum um einkalíf þess og Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisvar sinnum lagt fram þetta sama frumvarp þegar flokkurinn var við stjórn. Á málinu var m.a. núverandi formaður flokksins, hæstv. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, en þeim hefur ekki tekist að klára málið. Núna eða við 3. umr. er tækifæri til þess.