144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins.

381. mál
[16:22]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Hæstv. fjármálaráðherra nefndi ýmsa þætti sem eru í bígerð og er verið að vinna að og er mjög ánægjulegt að heyra það. Raunveruleikinn í stöðunni, eins og ég þekki hann af því að reyna að vinna djúpar og víðar breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga sem hæstv. fjármálaráðherra leggur fram, er að aðgengi að upplýsingum er mjög lélegt, meira að segja í fjárlaganefnd. Þurfa starfsmenn þar, nefndarritarar, að stimpla inn tölur frá fjármálaráðuneytinu handvirkt inn í excel-skjal til þess að geta unnið með það. Þannig er raunveruleikinn eins og ég þekki hann. Við skulum vona að eitthvað af þeim atriðum sem hæstv. fjármálaráðherra nefnir séu til bóta hvað þetta varðar.

Svo er eitt annað sem er gott að nefna: Á Íslandi er aðgengi að upplýsingum frá hinu opinbera afleitt. (Forseti hringir.) Það tekur okkur niður í öllum „indexum“ þegar kemur að upplýsingum og notkun á internetinu o.s.frv. Bara á síðasta ári féllum við niður um 14 sæti (Forseti hringir.) hvað þetta varðar í alþjóðlegu „indexi“. Raunveruleikinn er sá að staðan er slæm, hún fer versnandi. (Forseti hringir.) Ég vona að …