144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[18:58]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að hryggja hæstv. forsætisráðherra með því að ég ætla að tala um Fiskistofu. Hér var ýjað að því að þingmenn kjördæmisins hefðu verið að setja sig upp á móti flutningnum og tala gegn honum. Það var ekki þannig, bara svo að það sé tekið fram hér, það voru bara vinnubrögðin í kringum þetta.

Ég vil ítreka spurningu sem hæstv. forsætisráðherra fékk hér áðan: Var skýrsla sem Eyþing lét gera og kom út 2004 höfð til hliðsjónar þegar verið var að vinna að þessum flutningi? Ég vil líka spyrja hæstv. ráðherra hvort honum hafi fundist þessi meðferð öll fagleg og góð, því að þegar verið var að tilkynna um flutninginn vissi starfsfólkið ekki einu sinni af þessu.

Síðan hefur líka komið fram í umræðunni, ég get gúglað það betur, að þessum flutningi átti að vera lokið innan árs, en nú á þetta allt í einu að taka fimm ár, eða hvað? Ég skil hvorki upp né niður í þessu.