144. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2015.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

416. mál
[18:38]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan spyrja hv. þingmann: Er þingmaðurinn ósammála því að sett séu inn skýr ákvæði sem banna að skilyrða fjárhagsaðstoð gagnvart fólki sem uppfyllir ekki skilyrði um að vera vinnufært? Er þá þingmaðurinn líka að segja að hún sé ósammála 1. mgr. í 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins þar sem segir að réttur einstaklings til félagslegrar aðstoðar einskorðist við þá sem þess þurfa? Í athugasemdum við ákvæðið segir að ekki hafi verið ráðgert að sá sem gæti séð nægilega fyrir sér sjálfur þyrfti að njóta réttar til slíkrar aðstoðar.

Með vísan til þessa skilyrðis í 76. gr. stjórnarskrárinnar verður það því talið eiga við málefnaleg rök, erum við að segja hér, að setja þennan ramma utan um þetta. Og sama forsenda var fyrir því að sett voru skilyrði um virka atvinnuleit varðandi rétt einstaklinga til atvinnuleysistrygginga.

Ég vil minna á að árið 2012 setti þáverandi ríkisstjórn, sem flokkur þingmannsins stóð að, (Forseti hringir.) auknar skilyrðingar um viðurlög gagnvart atvinnuleysistryggingum og (Forseti hringir.) þótti það fullkomlega réttlætanlegt.