144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:06]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil ekki hvað hv. þingmaður er að fara. Það hefur ekkert komið fram í máli hennar eða mínu, að mínu mati, sem segir að við séum ósammála um almannaréttinn og stöðu hans hér á landi í fortíð eða til framtíðar.

Allt að einu, hv. þingmaður spyr hér um að hvaða marki þetta geti stuðlað að … (Gripið fram í.) Hversu? (SÞÁ: Líklegt að …)— Hversu líklegt sé að þetta fyrirkomulag verði til þess að standa undir verndun og viðhaldi á ferðamannastöðum. Ég held að innheimta á þessum náttúrupassa muni ganga mjög vel vegna þess að gert er ráð fyrir að allir útlendingar kaupi hann. Ég geng út frá því að erlendir ferðamenn sem koma hingað — ég þekki þá ekki að öðru en að þeir séu jafnvel löghlýðnari en þeir hv. þingmenn sem hér hafa talað og lýst því fyrir fram yfir að þeir ætli ekki að hlýða lögum. Það finnst engum útlendum manni tiltökumál að greiða aðgang að náttúruperlum, þ.e. þeir sem ætla sér í slíkar ferðir, (Forseti hringir.) þannig að ég hef engar áhyggjur af öðru en að (Forseti hringir.) þeir muni kaupa svona passa.