144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:31]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég var ekki að tala um gjaldið, heldur var ég að tala um það ef fólk neitar að greiða þetta gjald og fær sekt, hvort hún gæti margfaldast eins og hefur stundum gerst með sektir ef fólk borgar ekki í bílastæði. Það hefur gerst að fólk hefur misst bíl ef það borgar ekki. Það gæti líka misst hús ef það borgar ekki. Þá er ég ekki að tala um gjaldið sjálft heldur ef fólk neitar að taka þátt í þessum arfavitlausa gjörningi.

Mér finnst það líka svolítil einföldun hjá þingmanninum þegar hann talar um að ekki séu til peningar í ríkissjóði. Það hafa komið peningar í ríkissjóð út af auknum ferðamannastraumi hingað, af hverju er hluti af þeim ekki notaður í að byggja upp ferðamannastaði? Mér er fyrirmunað að skilja það. Er þingmaðurinn hlynntur útvarpsgjaldinu? Mér þætti gaman að heyra það.