144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:24]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ljúft að svara þessu vegna þess að þetta er eitt af því sem ég hef verið mest hissa á að menn setji fyrir sig. Menn hafa talað hér um skúravæðingu og fólk með kaskeiti út um allt land. Ég sé einmitt þá möguleika í eftirlitinu að eftirlitsmenn verði ekki eingöngu eftirlitsmenn heldur líka þjónustuaðilar, vegna þess að okkur vantar sárlega þjónustuaðila á þeim landsvæðum okkar sem eru hvað verst sett. Okkur vantar, svo ég nefni eitt dæmi, fólk í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem beinlínis segir fólki sem gengur þar um hvað það er að horfa á. Ég veit að fólk sem ferðast á eigin vegum, t.d. á Þingvöllum, saknar þess að hafa ekki slíka þjónustu við höndina. Slíkir þjónustuaðilar geta að sjálfsögðu haft eftirlit með því í leiðinni að menn séu þarna á réttum forsendum. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Mér finnst (Forseti hringir.) bara blasa við að það séu tækifæri í því.