144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Náttúrupassinn er til að byggja upp aðstöðu til að menn geti skoðað náttúruna. Hann er ætlaður til að byggja upp aðstöðu, hann er ekki til að banna mönnum að horfa á náttúruna. Ég hef bent á leiðir til þess ef hv. þingmanni er svona óskaplega sárt um þessar 1.500 kr. að það sé hægt að setja það inn í skattalög þannig að hann borgi ekki neitt, hann geti bara vísað í það að hann eigi ónotaðan persónuafslátt og þurfi ekki að borga neitt.

En það að menn skuli vera svona stífir á meiningu sinni og vísandi í almannarétt ég bara skil það ekki af því að það þarf að vernda náttúruna fyrir þessum ágangi, það þarf að byggja stíga. Ég sagði sjálfur að þetta væri sennilega óafturkræf þróun sem hefur átt sér stað. Það eru komnir stígar í Þórsmörk, það eru komnir stígar í Dimmuborgir og ég sé ekki að þeir verði teknir burtu og það verður aldrei gert án þess að það sjáist.

Við erum að borga ákveðið gjald til þess að vernda náttúruna og ég held að flestir verði tilbúnir til þess.