144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

farmflutningar á landi.

503. mál
[15:44]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég efast ekkert um það að markmiðin eru þau sömu og vilji til verka. Minnst var á hvernig sérleyfin voru. Þau voru miklu fleiri. Þróunin hefur verið að þeim hefur fækkað mikið. Það kemur einmitt fram í frumvarpinu að tilgangurinn er að snúa þeirri þróun við. Þess vegna er ekki gott að festa það í sessi í frumvarpinu þótt núna sé ein leið sem geti greitt niður einhverja aðrar leiðir á sama svæði og jafnvel þó að við útvíkkum svæðin yfir landið. Það geta alveg dottið inn fleiri leiðir. Það er ekkert ólíklegt að einhverjum finnist spennandi að krukka í einhverjar stuttar leiðir. Það er erfitt að skipuleggja ferðir á staði þar sem maður veit að einkaðilar eru með litla bíla og stóra bíla í röðum og bjóða sína þjónustu. Það er einhvern veginn þannig. Það er akkúrat eins og hæstv. ráðherra segir að við viljum létta á þessari þungu byrði hjá sveitarfélögunum með því að geta notað einhverjar af þessum leiðum, þó (Forseti hringir.) svo einhverjar bætist við, og við missum þær ekki. Þetta hjálpar allt (Forseti hringir.) hvað öðru.