144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:26]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hvaða stöðu hafa þingsköp? Til hvers er þessi pappír hérna, þingsköp Alþingis? Eigum við sum að taka mark á því sem stendur í þingsköpum eða öll? Hvernig er það, virðulegi forseti, er það þannig að sumir þingmenn geta brotið þingsköp með svo skýrum og afgerandi hætti að það þarf ekki einu sinni að ræða það? Er það þannig? Hv. þm. Jón Gunnarsson er orðinn sjálfstætt vandamál hér, hv. þingmaður og formaður atvinnuveganefndar er sjálfstætt vandamál í þingsal. Er það svo að hann geti óáreittur brotið þingskapalög í þingsal tvisvar sinnum í kvöld án þess að við það sé gerð athugasemd? Er það svo? Ég tel óásættanlegt annað (Forseti hringir.) en ég fái svar við þeim spurningum.