144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:48]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það hefði verið mjög heppilegt fyrir hv. þm. Jón Gunnarsson að hlusta á ræðu Bjartar Ólafsdóttur í þinginu í dag vegna þess að hún hafði mikla fyrirvara við þetta mál og málatilbúnaðinn allan. Ég vara einfaldlega við að menn leggi túlki fjarveru og veikindi nefndarmanna svona frjálslega. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Við getum ekki talað um að mál sé í mjög víðtækri sátt þegar ekki liggur fyrir afstaða eins nefndarmanns og tveir eru í burtu. Þá er mönnum ekki bara frjálst að túlka það sem víðtæka pólitíska sátt. Það er af og frá og allt annað en hefur komið í ljós hér í dag. Þess vegna biðla ég til meiri hluta nefndarinnar að kalla málið aftur inn til frekari skoðunar úr því að hv. formanni atvinnuveganefndar er svo umhugað um að ná þessari víðtæku pólitísku sátt. (Forseti hringir.) Hún gæti verið í sjónmáli ef menn væru tilbúnir að fara yfir málið aftur.