144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

nauðungarsala.

573. mál
[12:01]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil þetta frumvarp rétt nær það aðeins til þröngs hóps fólks sem hefur ekki enn fengið niðurstöðu leiðréttingarinnar frá ríkisskattstjóra eða sem hefur fengið rangar niðurstöður og þurft að kæra þær til úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Margir eru enn að bíða eftir dómsúrskurði varðandi lögmæti verðtryggðra neytendalána sem Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sagt vera ólögleg þannig að ég spyr: Hvað verður um þá sem ekki sóttu um leiðréttinguna og íbúðarhúsnæði þeirra er í nauðungarsöluferli?