144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

forvirkar rannsóknarheimildir.

[10:54]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem ég tel brýnt að við fjöllum um þetta á efnislegum forsendum en lendum ekki í því að kallast á, eins og ég hef viljað orða það, í fjölmiðlum um tiltekin hugtök sem er óljóst í hugum manna hvað merkja. Ég held að það sé heppilegt að það gerist í skýrsluformi. Þá hafa menn, eins og ég segi, út frá hlutum að tala og það getur verið mjög mikilvægt veganesti fyrir ráðherra innanríkismála í framhaldinu þegar við metum hvort þörf sé á frekari aðgerðum.