144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[15:05]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar og er með aðra spurningu varðandi kaupaukakerfið. Ég spyr hvort komið hafi til álita að skilja á milli stórra og smárra fyrirtækja í þessu þar sem það eru aðallega aðgerðir stóru fjármálafyrirtækjanna, og þá þeirra allra stærstu, sem geta haft miklar afleiðingar, þ.e. ef áhættutaka þar er mikil og ef starfsmenn eru hvattir til að taka áhættu. Ég spyr í fyrsta lagi hvort sú leið hafi verið skoðuð að skilja einfaldlega milli stórra og smárra fyrirtækja og gera ríkari kröfur til stærri fyrirtækja en minni kröfur til þeirra smærri og einnig hvort það sé rétt skilið að það sé engin krafa að til dæmis sölumaður hjá fjármálafyrirtæki eða gjaldkeri geti ekki verið með allt að 100% af starfskjörum sínum í formi kaupauka, samkvæmt þessum nýju lögum, 100% álag ofan á föst laun.