144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:23]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Ég ætla að koma inn á breytileg starfskjör. Ég velti fyrir mér, fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að íslenskar sérreglur sem settar voru eftir hrun séu taldar verulega íþyngjandi gagnvart starfsmönnum fjármálafyrirtækja og meira að segja vildu fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja afnema algjörlega þessar sérreglur svo þær yrðu væntanlega ekki íþyngjandi fyrir starfsmenn.

Ég velti fyrir mér: Hvað er svona íþyngjandi fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja umfram starfsmenn ýmissa annarra fyrirtækja? Bent er á að þessar ströngu reglur geti skert samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja.

Þá spyr ég hv. þingmann: Er ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri samkeppnisstöðu á meðan við erum um ófyrirsjáanlega (Forseti hringir.) framtíð innan fjármagnshafta?