144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:31]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var fróðlegt svar og ágætt. Telur hv. þingmaður það hafa verið óheillaspor á sínum tíma að einkavæða alla bankana sem áður höfðu verið í eigu ríkisins? Hefði verið nær að halda alla vega einum banka sem eins konar kjölfestu í fjármálalífi okkar? Hefði það hugsanlega komið í veg fyrir þau hrikalegu áföll sem við urðum fyrir á sínum tíma við hrun bankanna?