144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

ósk um umræðu um LÍN.

[15:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka forseta fyrir að taka vel í ósk hv. þm. Árna Páls Árnasonar áðan um að menntamálaráðherra verði til svara í fyrramálið. Það er vegna lánasjóðsmálsins eins og þingmaðurinn nefndi og er gríðarlega brýnt. Eftir því sem mér skilst eru þúsundir manna að fá tilkynningar um að þeir séu í verulegum fjárhagslegum ábyrgðum sem þeim var ókunnugt um. Það er brýnt að ráðherrann geti eytt öllum efasemdum um málið fljótt og vel. Hann var ekki hér á mánudaginn eins og nefnt var. Ég bið forseta að staðfesta af forsetastóli eins fljótt og verða má að ráðherrann verði við þessari ósk þannig að við vitum að af þessu geti orðið í fyrramálið. Það er mikilvægt að skýra þetta mál hratt og vel.