144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

upplýsinga- og tjáningarfrelsi.

[10:51]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Auðvitað er ekki gott í sjálfu sér að Ísland falli niður á listum þar sem verið er að mæla stöðu fjölmiðla. Það ber þó alltaf að taka slíkum listum með ákveðinn varúð, þeir segja ekki alltaf alla sögu, (Gripið fram í.) en að sjálfsögðu er rétt að horfa til þessa. Aðalatriðið er að löggjöfin utan um fjölmiðlana okkar sé sambærileg við löggjöf annarra landa sem við miðum okkur við og að íslenskir fjölmiðlamenn hafi öll sömu réttindi og almennt eru gerðar kröfur um á Vesturlöndum. Það hlýtur að vera okkar sameiginlega stefna.