144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[14:14]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er greinilegt að við þingmenn náum ekki saman í þessu máli, hvorki málefnalega eða annars. Mig langar að nota mitt seinna andsvar til að spyrja hv. þingmann út í setningu í nefndaráliti, þar sem segir, með leyfi forseta:

„Aðgerðin er í raun til þess eins að festa í sessi hömlur á erlendum fjárfestingum lífeyrissjóða og þar með auka á innlenda áhættu lífeyrissjóða.“

Nú er hv. þingmaður sérfræðingur í þessum málum en ég ekki þannig að ég mundi vilja fá að vita aðeins betur hvað hv. þingmaður er að meina þegar hann skrifar þessa setningu og setur í nefndarálit.