144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:47]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mér líkar illa þegar talað er svona niður til mín eins og síðasti hv. þingmaður gerði að mínu mati hér áðan. Ég hef haft af því spurnir að ekki hafi verið haft samráð við eða álit fengið hjá þingnefndinni sem er nú starfandi í kringum ÞSSÍ. Mér finnst það mjög merkilegt ef svo er. Ég er búin að lesa skýrslu Þóris Guðmundssonar og líka skýrslu Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur. Þær fara ekki alveg saman. Ég er líka búin að renna yfir DAC-skýrsluna hjá OECD þar sem ekki er talað um að við eigum að fara þá leið sem ráðherra leggur til. Því er hins vegar beint til okkar að við ættum kannski að fara að huga að minni löndum og öðru slíku. En það er hvergi nema í skýrslu Þóris Guðmundssonar sem bent er á, að minnsta kosti samkvæmt nýjustu gerðinni, að þetta sé besta leiðin.

Virðulegi forseti. Ég verð nú að segja að skilvirkni ráðuneyta fer ekki hátt hér, (Forseti hringir.) ákvarðanataka færist fjær svæðum og (Forseti hringir.) annað slíkt. Þetta getur (Forseti hringir.) ekki verið til bóta (Forseti hringir.) eins og …