144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[18:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi orðað þetta alveg rétt. Nú er möguleiki á því að skera niður til þróunarsamvinnunnar í kyrrþey, nákvæmlega eins og hann sagði. Ég held því að það eigi ekki að nefna þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands heldur tillögu 23 í hagræðingartillögum stjórnarhóps ríkisstjórnarinnar, hagræðingartillögum hv. þingmanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.