144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

svör við fyrirspurn.

[16:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Við erum búin að vera í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Ég ræddi málefni sem varðar húsnæðisöryggi landsmanna og húsnæðisaðstæður fólks á leigumarkaði. Það kann vel að vera að hæstv. ráðherra finnist þreytandi ergilegar kerlingar, það veit ég ekkert um, en það er ekki stóra vandamálið sem við erum að fást við, hvort ég sem hér stend sé kampakát eftir flokksþing Framsóknarflokksins, heldur það stóralvarlega mál að hér er ófremdarástand á leigumarkaði. Ég var að kvarta undan því við herra forseta að hér mættu ráðherrar óundirbúnir — þetta er sannarlega óundirbúinn fyrirspurnatími, en það hlýtur að vera hægt að gera ráð fyrir því að ráðherrar eigi undirbúin svör við grundvallarspurningum í málaflokki sínum.