144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:23]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þetta eru gríðarlega skringilegar umræður. Ef hv. þm. Frosti Sigurjónsson telur að fyrrum utanríkisráðherra, hv. þm. Össur Skarphéðinsson, hafi brotið á stjórnarskránni og brotið gegn þingræðinu þá ætti sá hinn sami að kalla samstundis eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að láta rannsaka það.

Mig langaði að spyrja hvort hv. þm. Össur Skarphéðinsson — ég átti sæti í utanríkismálanefnd og við sátum marga klukkutíma við að fara yfir samningsviðmiðin — kannist við að ekki hafi verið unnið út frá samningsviðmiðum þeim sem voru í þingsályktuninni sem aðildarumsóknin var byggð á.