144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[18:48]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Gert er ráð fyrir því að sýslumaður hafi eftirlit með þessu og eftir atvikum lögregla. Fylgst verður með þessu þar sem gistingin er skráð og hafa þessir aðilar tæki til að fylgjast með tímalengdinni og einnig í gegnum upplýsingar frá skattstjóra. Það er þannig sem þessu eftirliti er ætlað að vera.

Eins og fram kom í máli mínu áðan þá er þetta tilraun til að ná utan um þessa starfsemi sem nú er algjörlega undir radar ef svo mætti segja. Ef í ljós kemur að eftirliti er ábótavant, ef þörf verður á því í ljósi reynslunnar að breyta því, munum við gera það út frá því sem þá liggur fyrir. En ætlunin er að þetta verði fyrirkomulagið í upphafi.