144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[19:00]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er nákvæmlega það sem ég ítreka að við erum að reyna að ná utan um. Hv. þingmaður segir að samkvæmt hans heimildum séu jafn margar óskráðar gistieiningar í höfuðborginni og þær sem eru skráðar. Ef það er rétt þá er ljóst að mikið verk er fyrir höndum að reyna að ná utan um þetta. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að reyna að ná utan um þennan hluta. Eins og ég fór yfir þá erum við í upphafi þessarar vinnu. Við höfum verið að skoða löggjöfina í heild sinni. Ákveðið var sem fyrsta skref að byrja á þessu og halda áfram. Hópurinn vinnur áfram að endurskoðun á öðrum flokkum gistingar. Við verðum að byrja einhvers staðar.

Varðandi eftirlitið þá leggjum við upp með, eins og ég sagði áðan, að eftirlitið fari fram hjá sýslumanni og eftir atvikum lögreglu og þá (Forseti hringir.) með upplýsingum þaðan úr skráningunni og frá skattinum.