144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

ásakanir forsætisráðherra um trúnaðarbrest.

[15:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Gjaldeyrishöftin sem ollu þessari umræðu skapa efnahagslegt neyðarástand fyrir samfélagið. Við þær aðstæður er það verkefni forsætisráðherra að sameina alla, alla aðila í samfélaginu og alla stjórnmálaflokka og alla þingmenn í þessum sal um að leysa í sameiningu úr þessu brýnasta hagsmunamáli okkar og takast á við þá erlendu aðila sem við er að etja. Auðvitað er það sorglegt að fylgjast aftur og aftur með dónaskap forsætisráðherra. En það er beinlínis andstætt brýnum þjóðarhagsmunum að hann skuli leyfa sér að sundra mönnum sérstaklega í þessu stærsta hagsmunamáli sínu með ótrúlegri framkomu og því að ata heiðvirða þingmenn, sem (Forseti hringir.) leggja sitt af mörkum í stjórnmálastarfi í þágu þjóðarinnar, (Forseti hringir.) auri og ærumeiðingum, fullkomlega að tilefnislausu.