144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

ásakanir forsætisráðherra um trúnaðarbrest.

[15:59]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að bregðast við því sem hér er að gerast í dag. Og það er náttúrlega alveg einhlítt að þau okkar sem höfum viljað af einlægni vinna sameiginlega að afnámi hafta — því að það er ekkert einkamál Ásmundar Einars Daðasonar eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, það er ekki einkamál þeirra tveggja. Það er ekki einkamál stjórnarflokkanna, það hefur með velferð allrar þjóðarinnar að gera. Ég hef kallað eftir samráði við ríkisstjórnina og hún vill það ekki. Og í staðinn fyrir að vera heiðarlegir með það að þeir hafa ekki neinar lausnir reyna þeir að koma sér undan ábyrgðinni á að einhver leki einhverju með því að varpa henni á aðra. Þetta er alveg ótrúlega mikill aumingjaskapur. Þetta er svo mikið hugleysi að maður á ekki til orð.

Það sem hv. þingmaður gerir hér, að væna fólk um hluti sem hann sjálfur er þekktastur fyrir, er alveg dásamlegt. Margur heldur mig sig.