144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

þjónustusamningur við Samtökin ´78.

711. mál
[15:57]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka málshefjanda umræðuna. Hún er mjög þörf og ég tek undir þau sjónarmið sem hún reifaði um ágæti þessara samtaka, Samtakanna ´78. Þjónustusamningur versus árleg fjárlög eða styrkir sem ráðherra nefndi er auðvitað tvennt ólíkt. Ég hef stýrt félagasamtökum af svipuðu kalíberi og Samtökin ´78 eru og það er allt annað að hafa þann þrönga ramma að skipuleggja sig ár eða kannski nokkra mánuði fram í tímann eða hafa einhvern grunn, þrjú ár eða eitthvað svoleiðis, til að vinna með. Það varðar starfsfólk, það er fræðsla og bara öll vinnan þarf að vera miklu mótaðri svo vinnan geti skilað sem bestum árangri. Ég hvet ráðherra (Forseti hringir.) til að endurskoða þetta fyrirkomulag sem hún hefur sett upp. Það hljómar ágætlega og ég þekki það af eigin raun en það þarf að vera lengra tímabil uppi.