144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:51]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Eins og öllum er kunnugt blasir nú við grafalvarlegt ástand á vinnumarkaði. Eins og hér kom fram fyrr í dag þá fara rúmlega 100 þúsund manns, ef að líkum lætur, í verkfall ef ekkert verður gert innan fárra daga.

Virðulegur forseti. Ég vil fara þess á leit við forseta að hann kalli þingflokksformenn saman til þess að fara yfir dagskrána á morgun (RR: … á þingflokksfundi áðan?) og athugi hvort það sé ekki möguleiki á því að leggja fram mál sem kalla á sátt í þingsal auk þess sem þverpólitísk leið verði fundin til að leggja mönnum lið við lausn deilumála á atvinnumarkaði, en að kasta hingað inn einu stærsta deilumáli þjóðarinnar á svo (Forseti hringir.) viðkvæmum tíma getur ekki verið ætlunin.