144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

efling brothættra byggða og byggðafesta veiðiheimilda.

588. mál
[21:20]
Horfa

Geir Jón Þórisson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þessi svör. Ég get tekið undir þau.

Nú hefur komið fram í umræðum þegar útgerð, ein eða tvær, í litlu sjávarþorpi er seld úr byggðarlaginu og þá sitja íbúarnir eftir og veiðiheimildir fara. Mundi hv. þingmaður sjá fyrir sér að hluti af veiðikvóta yrði merktur sveitarfélaginu þannig að hvert sjávarpláss réði kannski yfir meiri hluta kvótans eða leigupottanna og fengi því einhvern hluta sem yrði eftir í byggðinni? Þetta hefur oft komið upp, eins og við þekkjum í gegnum tíðina, þegar stór og sterk sjávarútvegsfyrirtæki fara úr litlum byggðarlögum, sveitarfélögum, jafnvel stórum, og þá er erfitt með atvinnu og annað þess háttar. Mér þætti vænt um að heyra svar við því.