144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[14:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að rammaáætlun verði tekin út af dagskrá fundarins í dag. Það er ekki tilviljun að sú tillaga er lögð fram. Við höfum borið gæfu til þess hér að jafnaði að sammælast um dagskrá þingsins. Við höfum setið á fundi þingflokksformanna og átt samráð við þingforseta um framvindu umræðunnar hér á dagskrá þingsins. Hér er farið þvert á þau vinnubrögð að því er virðist vera einungis til þess að setja á dagskrá mesta átakamál þessa kjörtímabils. (Gripið fram í.) Það er óskynsamlegt að gera það og ríkisstjórnin er að sýna það, og því miður er forusta þingsins að hjálpa til við það, að viðhalda vantrausti og ófriði í þessu samfélagi.

Virðulegur forseti. Það er óskynsamlegt og ég legg til að við styðjum dagskrártillöguna.