144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:12]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir að það væri mjög forvitnilegt að heyra frá hæstv. umhverfisráðherra skoðun hennar á þessu máli og að við fáum að eiga orðastað við hæstv. ráðherra um þær yfirlýsingar sem hún gaf í kvöldfréttum. Það breytti svolítið stöðu þessa máls, sýndi fram á að hér er ekki á ferðinni tillaga frá stjórnarmeirihlutanum. Þetta er einn af hinum fjölmörgu dögum hv. þm. Jóns Gunnarssonar í þinginu. Hann hefur átt þá nokkra þar sem fjallað er um þessar tillögur og ætlar að eiga nokkra í viðbót því að eins og staðan er núna er klukkan orðin korter yfir níu og það hafa verið fluttar heilar tvær ræður í þessu máli. Það er alveg full ástæða til að óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með það en því miður er enginn fulltrúi hans í þingsalnum.