144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Staðan sem komin er upp í þinginu er sannarlega undarleg. Við erum að ræða hér breytingartillögu við þingsályktunartillögu frá hæstv. umhverfisráðherra sem nær ekki nokkurri átt og þverbrýtur anda laga um rammaáætlun. Það er mjög gott að hæstv. umhverfisráðherra skuli vera í salnum. Herra forseti talar um að venjan sé að mælt sé fyrir nefndarálitum áður en menn komi inn í umræðuna. Ég er á mælendaskrá þegar búið er að mæla fyrir öllum nefndarálitum. Hæstv. umhverfisráðherra getur fengið mitt pláss en ég er viss um að forseti hleypir ráðherranum inn hvenær sem er. Það væri fengur í því fyrir okkur að fá að heyra hennar skoðanir á málinu.